Hvernig getur svona gerst?

Leikvöllurinn þar sem maðurinn rændi Chloe í gær
Leikvöllurinn þar sem maðurinn rændi Chloe í gær AFP

Níu­tíu mín­út­ur liðu frá því að maður­inn þreif Chloe níu ára þar sem hún var að leika sér á leik­velli við vin sinn und­ir vök­ulu auga móður sinn­ar, dró hana inn í bíl sinn og ók á brott, þar til nakið lík henn­ar fannst í skógi þar skammt frá. Chloe hafði verið nauðgað og hún kyrkt. 

Pólsk­ur maður hef­ur játað að hafa nauðgað og myrt níu ára gamla stúlku, Chloe, í gær. Franska þjóðin er í áfalli yfir mál­inu enda skelfi­legt. Sak­sókn­ari í Cala­is hef­ur greint fjöl­miðlum frá at­vik­um máls­ins en í fyrstu var talað um að maður­inn hefði rænt henni úr bíl móður sinn­ar. Lýs­ing­in er skelfi­leg, hvernig Chloe var rænt, nauðgað og myrt á níu­tíu mín­út­um.

Morðing­inn á lang­an saka­fer­il að baki og var bannað að stíga fæti sín­um á franska jörð. Hann var hand­tek­inn í gær­kvöldi skammt frá skóg­in­um þar sem nakið lík litlu stúlk­unn­ar fannst. Hann hef­ur nú játað að hafa rænt henni, nauðgað og kyrkt.

Chloe var að leika við vin á leik­velli í gær þegar maður kom aðvíf­andi, greip hana og neyddi hana inn í rauðan bíl, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá sak­sókn­ara.

Móðir henn­ar, sem var með henni ásamt tveim­ur systkin­um Chloe, veinaði en maður­inn lét það ekki stöðva sig og þvingaði Chloe inn í bíl sinn að sögn vitna sem sögðu hann vera sköll­ótt­an og með sólgler­augu.

Lög­regla var strax lát­in vita, eða klukk­an 15:30 og leit hófst strax. Það var síðan leitar­flokk­ur sem fann lík stúlk­unn­ar klukk­an 17. 

Á blaðamanna­fundi áðan sagði sak­sókn­ari, Jean-Pier­re Valensi, að rétt­ar­mein­a­rann­sókn hafi leitt í ljós að hún hafi verið beitt kyn­ferðis­legu of­beldi og kyrkt.

Þar skammt frá fann lög­regla rauða bif­reið á pólsk­um núm­er­um og ökumaður­inn, dauðadrukk­inn, var hand­tek­inn ekki langt frá.

Í mars í fyrra var mann­in­um vísað úr landi í Frakklandi og hon­um meinað snúa aft­ur til lands­ins eft­ir að hafa verið lát­inn laus úr fang­elsi fyr­ir rán. Hann var fram­seld­ur til Pól­lands eft­ir að evr­ópsk hand­töku­skip­un var gef­in út á hend­ur hon­um, seg­ir Valensi.

Hann seg­ir að maður­inn hafi snúið aft­ur til Frakk­lands í gær­morg­un og ætlað sér að fara til Eng­lands þar sem syst­ir hans býr. 

For­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, Manu­el Valls, krefst þess að upp­lýst verði frek­ar um sögu manns­ins og seg­ir að fjöl­skylda stúlk­unn­ar og sam­fé­lagið í heild sé lamað vegna morðsins.

„Það er í hönd­um rétt­ar­kerf­is­ins að hefja rann­sókn­ina og við skuld­um fjöl­skyld­unni að hún fái að heyra sann­leik­ann,“ seg­ir Valls.

Íbúar í Cala­is eru lamaðir af sorg og er flaggað um alla borg í hálfa stöng. „Þetta er skelfi­legt,“ seg­ir tveggja barna móðir sem AFP frétta­stof­an ræddi við fyr­ir utan skóla Chloe í dag. Þar hef­ur verið komið upp áfallamiðstöð fyr­ir börn, starfs­fólk og for­eldra.

„Son­ur minn þekkti hana. Hann svaf ekk­ert í nótt og hann veit að hann mun aldrei hitta hana aft­ur. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvað for­eldr­ar henn­ar eru að ganga í gegn um,“ seg­ir hún.

Le Parisien

by

AFP
Jean-Pierre Valensi saksóknari ræddi við fjölmiðla í dag.
Jean-Pier­re Valensi sak­sókn­ari ræddi við fjöl­miðla í dag. AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert