„Þið eruð öll skotmörk okkar“

Liðsmenn Hamas-samtakanna.
Liðsmenn Hamas-samtakanna. AFP

Háttsettur embættismaður Hamas-samtakanna á Gasaströndinni hvatti Palestínumenn til þess í dag að ræna Ísraelsmönnum sem hægt væri síðan að skipta á fyrir palestínska fanga í haldi Ísraels. 

„Við segjum við síoníska óvininn: Þið eruð öll skotmörk okkar og andspyrnunnar, við munum berjast gegn ykkur þar til við losnum endanlega við ykkur og taka eins marga fanga og þarf til þess að frelsa hetjurnar okkar,“ sagði Khalil al-Haya í ræðu fyrir framan hundruð Palestínumanna. Hvatti hann karlmenn, konur og börn til þess að ræna bæði hermönnum og ísraelskum landnemum þar sem þá væri að finna.

„Þetta er réttur okkar því við höfum enga aðra leið til þess að frelsa hetjurnar okkar og það er á ábyrgð hins síoníska óvinar okkar,“ sagði hann ennfremur. Palestínumenn komu í dag saman til þess að minnast tæplega 6 þúsund landa sinna sem eru í haldi Ísraelsmanna. Það hafa þeir gert árlega síðan árið 2011 þegar Ísraelsmenn slepptu rúmlega eitt þúsund Palestínumönnum úr haldi gegn því að ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit yrði látinn laus úr haldi Hamas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert