„Af Rússlandi stafar ógn“

AFP

Yf­ir­maður banda­ríska hers­ins í Evr­ópu seg­ir gríðarlega ógn stafa af Rúss­um og að aðild­ar­ríki Nato verði að snúa bök­um sam­an gegn ógn­inni. „Þetta er ekki vanga­velta, það er til staðar raun­veru­leg ógn,“ seg­ir Frederick Ben Hod­ges í sam­tali við The Tel­egraph í dag.

Vísaði hann meðal ann­ars til um­mæla sendi­herra Rúss­lands í Dan­mörku þar sem sendi­herr­an gaf það í skyn að ef eld­flauga­varna­kerfi Nato myndi rísa í Dan­mörku, þá hefði það af­leiðing­ar fyr­ir landið. 

„Við höf­um rúss­nesk­an sendi­herra í Dan­mörku sem hót­ar því að landið verði skot­mark kjarn­orkuflauga ef ekki verður fall­ist á kröf­ur Rússa. Þegar við sjá­um svo hvernig rúss­nesk­ar herflug­vél­ar fljúga ná­lægt farþegaþotum í alþjóðlegu loft­rými þá er það ekki til að bæta ástandið,“ seg­ir Hod­ges.

„Besta trygg­ing­in fyr­ir ör­yggi er að aðild­ar­ríki Nato standi þétt sam­an og sýni styrk sinn. Ég er ekki viss um að það muni koma til hernaðarátaka en við verðum að sýna hernaðarstyrk okk­ar til að viðræður nái skjót­um ár­angri,“ bæt­ir Hod­ges við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert