Kambódíumenn minntust þess í gær að 40 ár eru liðin frá því að Rauðu khmerarnir réðust inn Phnom Penh og hröktu meira en tvær milljónir manna úr höfuðborginni eftir að hafa sigrað her Khmeralýðveldisins í borgarastríði. Talið er að um tvær milljónir manna, eða fjórðungur íbúa landsins, hafi verið teknar af lífi eða dáið úr hungri á fjögurra ára valdatíma kommúnistanna sem breyttu landinu í helvíti á jörðu.