Stofnaði „Frjálsland“ í einskismannslandi

Fáni ríkisins.
Fáni ríkisins. Mynd/Wikipedia

Tékk­nesk­ur stjórn­mála­maður held­ur því nú fram að hann hafi stofnað sjálf­stætt ríki á Balk­anskaga sem nefn­ist Frjáls­land - Li­berland. Ríkið er staðsett á 7 fer­kíló­metra svæði á milli Serbíu og Króa­tíu. Er ríkið á landsvæði sem hvor­ugt ná­granna­ríkið hef­ur gert til­kall til og er því skil­greint sem einsk­is­manns­land (e. No man's land). 

Vit Jed­licka er meðlim­ur Íhalds­flokks­ins í Tékklandi seg­ir að í rík­inu sé eng­in skatt­skylda en að tekið sé við frjáls­um fram­lög­um. Ekki er held­ur her í land­inu. 

Marg­ir hafa hlegið að hug­mynd­inni en Jed­licka seg­ist vera full al­vara með stofn­un rík­is­ins. „Mark­mið stofn­enda rík­is­ins er að búa til nýtt ríki þar sem frjálst fólk fær að blómstra án þess að rík­is­valdið stjórni því með óþarfa skatt­skyldu og reglu­setn­ingu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Jed­licka.

Ein­kenn­isorð rík­is­ins eru: Að lifa og leyfa að lifa (e. To live and let live).

Seg­ir Jed­licka að ef Króat­ar eða Ser­bar gera til­kall til landsvæðis­ins, þá muni hann ekki grípa til vopna held­ur aðeins reyna að sann­færa þá um að stofn­un­in eigi rétt á sér.

Full­trú­ar ná­granna­ríkj­anna hafa ekki brugðist við stofn­un þessa litla rík­is. Ef ríkið verður viður­kennt af alþjóðasam­fé­lag­inu, verður það þriðja minnsta ríki í heimi á eft­ir Mónakó og Vatíkan­inu.

Nú þegar hef­ur Jed­licka borist 20 þúsund um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt, að hans eig­in sögn. Hann seg­ist bú­ast við að alls um 100 þúsund manns muni bæt­ast við á næstu vik­um. 

Á heimasíðu rík­is­ins er að finna upp­lýs­ing­ar um það hvernig sótt er um rík­is­borg­ara­rétt. Aðeins muni þó um 3.000 - 5.000 manns hljóta rík­is­borg­ara­rétt sök­um smæðar lands­ins. 

Sjá frétt The In­depend­ent.

Upplýsingar um ríkið Liberland á Wikipedia.
Upp­lýs­ing­ar um ríkið Li­berland á Wikipedia. Mynd/​Wikipedia
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert