Finnaflokkurinn næst stærstur á þingi

Þessir tveir menn - Juha Sipilä, formaður Miðflokksins og Timo …
Þessir tveir menn - Juha Sipilä, formaður Miðflokksins og Timo Soini formaður Finnaflokksins munu væntanlega stýra Finnlandi næstu árin. AFP

Finna­flokk­ur­inn, sem er þjóðern­is­sinnaður miðju- eða hægri­flokk­ur, hét áður Sann­ir Finn­ar, er næst stærsti flokkurinn á finnska þinginu, samkvæmt niðurstöðu þingkosninganna sem fram fóru í dag. Alls fékk Finnaflokkurinn 38 þingmenn kjörna en alls sitja 200 á þingi Finnlands.

Það er hins vegar Miðflokkurinn sem fékk flest atkvæði í kosningunum í dag eða 49 þingsæti. Formaður flokksins, kaupsýslumaðurinn Juha Sipilä, er því líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra landsins.

Formaður Finnaflokksins, Timo Soini, sagði fyrir kosningarnar að flokkurinn myndi vilja taka þátt í myndun næstu ríkisstjórnar og Juha Sipilä hefur léð máls á samstarfi við flokkinn eftir þingkosningarnar.

Sannir Finnar vildu ekki eiga aðild að fráfarandi ríkisstjórn vegna andstöðu við efnahagsaðstoð Evrópusambandsins við Portúgal og fleiri evrulönd til að bjarga evrunni.

Sam­ein­ing­ar­flokk­ur­inn, sem er hægri­flokk­ur und­ir for­ystu Al­ex­and­ers Stubb, for­sæt­is­ráðherra frá­far­andi rík­is­stjórn­ar, fékk 37 þing­sæti og Jafnaðarmanna­flokk­ur­inn 34 þing­sæti. 

Miðflokkurinn til valda á ný

Juha Sipilä
Juha Sipilä AFP
Timo Soini formaður Finnaflokksins
Timo Soini formaður Finnaflokksins AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert