Talið að 700 flóttamenn hafi farist

AFP

Ótt­ast er að um sjö hundruð flótta­menn hafi far­ist í Miðjarðar­haf­inu úti fyr­ir strönd Líb­íu í nótt en fólkið var á leiðinni til Evr­ópu á fiski­skipi sem sökk. Þetta kem­ur fram í frétt AFP og haft eft­ir tals­manni Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna. Þar seg­ir að ein­ung­is 28 manns hafi bjarg­ast svo vitað sé en þeir hafi greint frá því að rúm­lega 700 hafi verið um borð.

Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC að mikl­ar björg­un­araðgerðir standi nú yfir á svæðinu þar sem fiski­skipið fórst. Tutt­ugu björg­un­ar­skip og þrjár þyrl­ur taka þátt í aðgerðunum. Einkum frá Ítal­íu og Möltu. Talið er að skipið hafi sokkið í kjöl­far þess að fólkið hópaðist við aðra hlið skips­ins til þess að reyna að vekja at­hygli flutn­inga­skips á sér. Við það hafi skipið tekið að hall­ast og sokkið að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert