Neyðarkall barst frá sökkvandi báti á Miðjarðarhafi í dag. Um 300 manns eru um borð og er talið að í það minnsta 20 séu þegar látnir. Ítalska strandgæslan segir að þrír bátar séu í vanda á sjónum.
Bátur með allt að 950 manns um borð fórst undan ströndum Líbíu um helgina. Flestir eru taldir af.
Ráðherrar Evrópusambandsins munu hittast í Lúxemborg í dag til að ræða viðbrögð við flóttamannastraumnum frá Afríku til Evrópu og öllum þeim slysum sem orðið hafa í Miðjarðarhafi.
„Miðjarðarhafið er okkar haf og við verðum að vinna saman sem Evrópuríki,“ segir utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Federica Mogherini.
Fréttin verður uppfærð.