Neyðarkall á Miðjarðarhafi

mbl.is/Kristinn

Neyðarkall barst frá sökkvandi báti á Miðjarðar­hafi í dag. Um 300 manns eru um borð og er talið að í það minnsta 20 séu þegar látn­ir. Ítalska strand­gæsl­an seg­ir að þrír bát­ar séu í vanda á sjón­um.

Bát­ur með allt að 950 manns um borð fórst und­an strönd­um Líb­íu um helg­ina. Flest­ir eru tald­ir af. 

Ráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins munu hitt­ast í Lúx­em­borg í dag til að ræða viðbrögð við flótta­manna­straumn­um frá Afr­íku til Evr­ópu og öll­um þeim slys­um sem orðið hafa í Miðjarðar­hafi.

„Miðjarðar­hafið er okk­ar haf og við verðum að vinna sam­an sem Evr­ópu­ríki,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ins,  Federica Mog­her­ini.

Frétt­in verður upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka