Leiðtogi Ríkis íslams særðist í loftárás

Abu Bakr al-Baghdadi leiðtogi Ríkis íslams.
Abu Bakr al-Baghdadi leiðtogi Ríkis íslams. AFP

Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Ríkis íslam, særðist alvarlega í loftárásum í vesturhluta Írak nýlega.

Heimildarmaður The Guardian sagði Baghdadi hafa særst alvarlega í loftárásum í mars. Sár hans eru sögð hafa verið lífshættuleg í fyrstu, en Baghdadi sé á hægum batavegi. Hann hafi þó ekki tekið við reglulegri stjórn hryðjuverkasamtakanna að nýju.

Ráðamenn samkanna óttuðust um tíma að hann myndi deyja af sárum sínum, og kölluðu því til fundi til að ræða mögulegan eftirmann hans.

Árásin átti sér stað 18. mars í al-Baaj héraði í Nineveh, nærri landamærum Íraks og Sýrlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert