Afhöfðanir og ruslfæði

Hussen Abase,faðir Amira Abase
Hussen Abase,faðir Amira Abase AFP

Ein bresku skóla­stúlkn­anna þriggja sem vöktu mikla at­hygli þegar þær létu sig hverfa að heim­an til þess að ganga til liðs við Ríki íslams í Sýr­landi hef­ur látið vita af sér með því að birta mynd á Twitter af matn­um sem hún er að borða.

Amira Aba­se, 15 ára, og vin­kon­ur henn­ar hurfu fyr­ir rúm­um tveim­ur mánuðum og er talið að þær séu í sýr­lensku borg­inni Raqqa.

Times grein­ir frá twitter­færslu henn­ar, fyrsta lífs­markið sem heyr­ist frá þeim frá því þær komu til Sýr­lands.

Færsl­an er sett inn fyrr í mánuðinum og sýn­ir mynd af steikt­um kjúk­lingi og frönsk­um, flat­brauði og kebab. Seg­ir hún þetta vera dwala-skyndi­bita, en dwala er oft notað sem heiti á svæði sem til­heyr­ir Ríki íslams.

Twittersíða Aba­se var lokuð en hún virðist hafa opnað aðgang að henni ný­verið. Í frétt  Sunday Times kem­ur fram að hún hafi borðað mat­inn með 16 ára stúlku sem nefn­ist Um Ayoub. Sú rit­ar við færsl­una: „Lang­ar að af­höfða ein­hverja kafíra (aðra en mús­líma) núna.“

Amira Aba­se og vin­kon­ur henn­ar Shamima Beg­um, 15 ára, og Kadiza Sult­ana, 16 ára, greiddu með reiðufé fyr­ir flutn­ing til Ist­an­búl frá Bretlandi áður en þær fóru land­leiðina þaðan og yfir landa­mæri Sýr­lands í fe­brú­ar.

Talið er að þær hafi fylgt í fót­spor Shar­meenu Beg­um, 15 ára, sem fór frá Bretlandi og gekk til liðs við Ríki íslams í des­em­ber. Þær voru all­ar nem­end­ur í Bet­hnal Green Aca­demy í aust­ur­hluta Lund­úna.

Twitter­færsl­an er það eina sem hef­ur heyrst frá Aba­se frá því hún fór frá Bretlandi. Times vís­ar í það sem hún hef­ur áður ritað á Twitter en þar virðist hún hafa áhyggj­ur af stöðu Chel­sea í enska bolt­an­um, sem greini­lega er henn­ar lið.

Amira Aba­se hef­ur birt um­mæli Abdullah Azzam, læri­föður Osama bin Laden, sem er sagður faðir heil­ags stríðs og ritaði oft um Allah.

Faðir henn­ar, Aba­se Hus­sen, hef­ur viður­kennt að hann hafi hér áður gengið til liðs við öfga­hreyf­ingu og farið með dótt­ur sína í tvígang á mót­mæla­fundi.

Aba­se Hus­sen, 47 ára, sak­ar bresk stjórn­völd um að bera ábyrgð á því að dótt­ir hans fór til Sýr­lands. Hann hef­ur sagt að hann sjái eft­ir því að hafa tekið þátt í mót­mæla­fund­um og hvatt til hryðju­verka á mót­mæla­fund­um fyr­ir utan banda­ríska sendi­ráðið í Lund­ún­um árið 2012.

Behea­dings and a taste for chips: the life of a Brit­ish ji­hadist bri­de <a href="http://​t.co/​yLtENt­ugnF">http://​t.co/​yLtENt­ugnF</​a> <a href="http://​t.co/​ClmbBZhDOJ">pic.twitter.com/​ClmbBZhDOJ</​a>

London schoolg­irl Amira Aba­se 15, has tweeted from insi­de the Islamic State for the 1st time <a href="http://​t.co/​7jKTLzEUQg">http://​t.co/​7jKTLzEUQg</​a> <a href="http://​t.co/​LF­vjn9r­d­lq">pic.twitter.com/​LF­vjn9r­d­lq</​a>



Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum
Kadiza Sult­ana, Amira Aba­se og Shamima Beg­um AFP
Hussen Abase, faðir Amira Abase l
Hus­sen Aba­se, faðir Amira Aba­se l AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert