Hitti manninn sem fann hann í rusli

Mennirnir áttu fagnaðarfundi.
Mennirnir áttu fagnaðarfundi. Skjáskot af vef ABC

Í nóv­em­ber 1989 fann lög­regluþjónn­inn Michael Bu­elna unga­barn sem skilið hafði verið eft­ir í rusla­tunnu í Santa Ana í Banda­ríkj­un­um. Í þess­ari viku, rúm­um 25 árum síðar, hitti Bu­elna mann­inn sem hann bjargaði í fyrsta sinn síðan.

Bu­elna fann dreng­inn nán­ast líf­laus­an í rusl­inu eft­ir að ná­grann­ar höfðu heyrt í gráti. Hann blés í hann lífi og fór svo með hann á næsta sjúkra­hús. Þar var tekið við hon­um, en Bu­elna velti því alltaf fyr­ir sér hvað hafði orðið um barnið.

Í dag er barnið orðið að ung­um manni, hinum 25 ára gamla Robin Bart­on. Menn­irn­ir áttu fagnaðar­fundi þegar þeir hitt­ust í síðustu viku og fóru í viðtal við frétta­stof­una CBS í Los Ang­eles. „Það er dá­sam­legt að hafa loks­ins hitt mann­inn sem fann mig fyrst,“ sagði Bart­on. 

Teng­ing mann­anna er þó enn dýpri, en Bu­elna og fjög­ur systkini hans voru einnig yf­ir­gef­in þegar þau voru ung börn. Hann eyddi tutt­ugu árum í að leita móður sinn­ar, og ætl­ar nú að hjálpa Bart­on að finna sína.

Bart­on hef­ur þegar ákveðið hvað hann mun segja við móður sína ef og þegar hann finn­ur hana. „Ég kenni henni ekki um og er ekki reiður eða bit­ur út í hana. Ég myndi vilja segja henni að ég fyr­ir­gef henni,“ sagði hann.

Á sín­um tíma fann lög­regla móður Bart­ons og sat hún í nokk­ur ár í fang­elsi. Bart­on seg­ist hafa kom­ist að því að hún heit­ir Sa­brina Fabi­ola Diaz og er orðin 45 ára núna. Hann mun í sam­ein­ingu við Bu­elna reyna að hafa uppi á henni.

Líf­fræðileg­ur faðir Bart­ons, Marcos Meza, heyrði þó af hitt­ingi hans og Bu­elna og steig fram. „Marg­ir sögðu mér að hann liti út eins og ég, nefið, eyr­un og allt sam­an,“ sagði hann.

Meza var svipt­ur for­ræði yfir syni sín­um þegar hann fannst í rusl­inu, og hélt að hann myndi aldrei hitta hann aft­ur. Hann vissi ekki einu sinni nafn son­ar síns fyrr en hann sá frétt­ir um end­ur­fund­ina. Meza á fimm dæt­ur og stóra fjöl­skyldu, sem alla tíð hef­ur vitað af Bart­on en aldrei fundið hann. Þau hafa þó öll hist nú og ákveðið að reyna að byggja upp fjöl­skyldu­tengsl­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert