Fuglar trylltust og fólk flúði

Fyrir skjálftann gengur allt sinn vanagang. Sekúndum síðar leikur allt …
Fyrir skjálftann gengur allt sinn vanagang. Sekúndum síðar leikur allt á reiðiskjálfi.

Fólk gengur í rólegheitum um götuna. Bílar aka hjá. Allt í einu er eins og tíminn standi í stað, fólk stöðvast og jörðin fer að hristast af krafti. Hús taka hrynja. Og rykský gjósa upp. Sjáið myndskeið sem sýnir augnablikið þegar skjálftinn varð í Nepal á laugardag.

Myndskeiðið er tekið yfir fjölfarna götu í höfuðborginni Katmandú. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/wYBHdAAJqdM" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Á öðru myndskeiði, sem einnig má sjá hér að neðan, sést þegar skjálftinn ríður yfir Durbar-torgið í Katmandú og fuglar fljúga upp í ofboði. Allt fer að skjálfa og fólk að hrópa. Örvæntingin er gríðarleg.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/z7Ebe9A2oOg" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert