Kom aldrei heim úr stríðinu

Frá Víetnam.
Frá Víetnam. AFP

Hin víet­namska Huong Ly var aðeins 16 mánaða göm­ul þegar móðir henn­ar lagði land und­ir fót og vildi sanna sig sem blaðamaður. Starfs­um­hverfi henn­ar var ekki hin hefðbundna skrif­stofa, held­ur var það víg­völl­ur­inn sjálf­ur, Víet­nam­stríðið. Stríðinu lauk fyr­ir fjör­tíu árum, eða 30. apríl 1975. 

Duong Thi Xuan Quy var 27 ára göm­ul þegar hún yf­ir­gaf fjöl­skyldu sína og varð fyrsta kon­an sem var frétta­rit­ari Norður-Víet­nam. Hún bað um leyfi frá fjöl­skyldu sinni, bað föður sinn að skrifa und­ir papp­íra og hélt af stað fót­gang­andi frá Hanoi. Quy bar mat­inn sinn sjálf, hengi­rúm til að sofa í á næt­urn­ar, sem og aðrar eig­ur sín­ar. Far­ang­ur henn­ar vó jafn mikið og hún sjálf.

Það tók Quy tvo mánuði að kom­ast í búðir fyr­ir blaðamenn. Þar hitti hún eig­in­mann sinn, sem einnig var blaðamaður, en hann hafði haldið af stað ári fyrr til að skrifa um stríðið. Þau dvöldu þó ekki lengi sam­an búðunum held­ur voru þau send í mis­mun­andi verk­efni.

Þar var á vor­kvöldi árið 1969 sem Quy hvarf. Nú eru 40 ár frá því að stríðinu lauk og eru jarðnesk­ar leif­ar henn­ar ófundn­ar. Dótt­ir henn­ar skrif­ar grein sem birt er á BBC en þar seg­ist hún enn leita að móður sinni. Hún hef­ur mörg­um sinn­um heim­sótt svæðið þar sem síðast er vitað að móðir henn­ar hafi verið og leitað að lík­ams­leif­um henn­ar.

Hér má lesa grein dótt­ur­inn­ar í heild sinni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert