Kom aldrei heim úr stríðinu

Frá Víetnam.
Frá Víetnam. AFP

Hin víetnamska Huong Ly var aðeins 16 mánaða gömul þegar móðir hennar lagði land undir fót og vildi sanna sig sem blaðamaður. Starfsumhverfi hennar var ekki hin hefðbundna skrifstofa, heldur var það vígvöllurinn sjálfur, Víetnamstríðið. Stríðinu lauk fyrir fjörtíu árum, eða 30. apríl 1975. 

Duong Thi Xuan Quy var 27 ára gömul þegar hún yfirgaf fjölskyldu sína og varð fyrsta konan sem var fréttaritari Norður-Víetnam. Hún bað um leyfi frá fjölskyldu sinni, bað föður sinn að skrifa undir pappíra og hélt af stað fótgangandi frá Hanoi. Quy bar matinn sinn sjálf, hengirúm til að sofa í á næturnar, sem og aðrar eigur sínar. Farangur hennar vó jafn mikið og hún sjálf.

Það tók Quy tvo mánuði að komast í búðir fyrir blaðamenn. Þar hitti hún eiginmann sinn, sem einnig var blaðamaður, en hann hafði haldið af stað ári fyrr til að skrifa um stríðið. Þau dvöldu þó ekki lengi saman búðunum heldur voru þau send í mismunandi verkefni.

Þar var á vorkvöldi árið 1969 sem Quy hvarf. Nú eru 40 ár frá því að stríðinu lauk og eru jarðneskar leifar hennar ófundnar. Dóttir hennar skrifar grein sem birt er á BBC en þar segist hún enn leita að móður sinni. Hún hefur mörgum sinnum heimsótt svæðið þar sem síðast er vitað að móðir hennar hafi verið og leitað að líkamsleifum hennar.

Hér má lesa grein dótturinnar í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert