Konunglegur kallari tilkynnti samkvæmt hefð að prinsessa væri fædd. Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins eignuðust stúlku um kl. hálf níu í morgun á sjúkrahúsi í London. Kallarinn Tony Appleton stóð í fullum skrúða fyrir utan St Mary's sjúkrahúsið og tilkynnti með tilheyrandi orðfæri að prinsessa væri fædd.
Fjölmargir hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið og bíða frekari fregna. Ekki er enn ljóst hvort að Katrín og Vilhjálmur muni koma með stúlkuna út og sýna hana fjölmiðlum líkt og þau gerðu með Georg prins árið 2013.
Samkvæmt hefð munu 2015 börn fá gefinn silfurpening frá konunglegu myntsláttunni í dag.
<blockquote class="twitter-tweet">Royal baby announced to international press outside the Lindo wing in London <a href="http://t.co/s4jNptJM9O">http://t.co/s4jNptJM9O</a>
— Sky News (@SkyNews) <a href="https://twitter.com/SkyNews/status/594447429459574784">May 2, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>