„Stærsta stund hnefaleikanna“

Kapparnir mættust í vigtun í gær.
Kapparnir mættust í vigtun í gær. AFP

Eftir sex ára bið mætir banda­ríski hne­fa­leikakappinn Floyd Maywe­ather loks hinum fil­ipps­eyska Manny Pacquiao í Las Vegas í nótt. Eft­ir­vænt­ing­in er mik­il enda um tvo fremstu hne­fa­leika­menn sinn­ar kyn­slóðar að ræða og sögulegan bardaga. 

Kapparnir mætast í MGM Grand-höllinni klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma. Maywe­ather, sem er 38 ára gam­all, hef­ur unnið alla 47 bar­daga sína en hinn 36 ára gamli Pacquiao hef­ur unnið 57 bardaga, sem er met, en hann hefur tapað 5 og gert tvö jafn­tefli.

Maywe­ather hef­ur unnið alla 47 bar­daga sína.
Maywe­ather hef­ur unnið alla 47 bar­daga sína. AFP

Dýrasti bardagi í sögunni

Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er engin stærri en þessi. Bardaginn hefur verið í undirbúningi síðustu sex árin, en kapparnir eiga báðir tæplega tuttugu ára feril að baki. Hámarksvelta af bardaganum er talin munu hljóða upp á 400 milljónir dollara, en það jafngildir um 50 milljörðum króna. 

Þegar miðasala á bardagann opnaði kostuðu miðarnir um 13 þúsund Bandaríkjadali eða rúmlega 1,7 milljónir króna. Þeir hafa þó lækkað seinustu daga og kosta nú rúmlega sex þúsund dali eða tæplega 800 þúsund krónur. 

Ódýrustu sætin í húsinu seldust á tæpar 400 þúsund krónur, en þau dýrustu á rúmar fimm milljónir króna. Pacquiao er sagður hafa keypt 800 miða á bardagann sjálfur fyrir vini sína og fjölskyldu. Um miðjan dag í gær voru ennþá um 950 sæti laus á bardagann en þó má gera ráð fyrir því að höllin verði fullsetin í nótt.

Pacquiao hef­ur unnið 57 bardaga, sem er met, en hann …
Pacquiao hef­ur unnið 57 bardaga, sem er met, en hann hefur tapað 5 og gert tvö jafn­tefli. AFP

Brýtur öll met

Auglýsingatekjur eru hærri en nokkru sinni í hnefaleikum, en þær nema um tveimur milljörðum króna. Þar af gerði bjórframleiðandinn Tecate einn og sér samning upp á rúmar 600 milljónir króna. 

Bardaginn mun brjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi (e. Pay Per View). Ekki aðeins mun bardaginn brjóta metið heldur tvöfalda það og gæti hagnaðurinn orðið hátt í 40 milljarðar króna.

Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en bardaginn verður sýndur á Stöð 2 Sport í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. 

Bardagans hefur verið beðið með eftirvæntingu.
Bardagans hefur verið beðið með eftirvæntingu. AFP

Telja Mayweather sigurstranglegan

Búist er við jöfnum bardaga, en veðbankar eru frekar á því á Mayweather muni hafa sigur. Maywe­ather er ósigraður í hringn­um og hæst launaðasti íþróttamaður heims. Hann sagði í vik­unni að hann gerði ráð fyr­ir að hafa 200 millj­ón­ir doll­ara upp úr bar­dag­an­um.

Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna.

Bardaganum hefur verið lýst sem „stærstu stund hnefaleikanna“ og verða því eflaust margir límdir við skjáinn þegar kapparnir tveir takast á í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert