Floyd Mayweather sigraði Manny Pacquiao í hnefaleikabardaga þeirra í veltivigt í nótt. Mayweather er því enn ósigraður. Bardagans var beðið með mikilli eftirvæntingu, því bardagans hafði verið beðið í sex ár. Þeir Mayweather og Pacquiao þykja vera tveir bestu hnefaleikakappar sinnar kynslóðar.
Sjá einnig: „Stærsta stund hnefaleikanna“
Mayweather hafði loks sigur á stigum eftir sameiginlega ákvörðun dómara eftir tólf lotna bardaga. Ákvörðunin kom Pacquiao á óvart, sem sagðist halda að hann hefði sjálfur unnið að bardaganum loknum. „Hann gerði ekki neitt,“ sagði hann um andstæðing sinn.
Fresta varð bardaganum um 45 vegna mikils álags á kerfi kapalsjónvarpsstöðva, þar sem margir áhorfendur höfðu keypt sér aðgang að bardaganum.
Eftir bardagann er Mayweather enn ósigraður á 19 ára ferli sínum, með 48 bardaga að baki.