Geta „sjálfu“ sér um kennt

Sjálfsmyndaæðið er í algleymingi þessi misserin og nota margir svokallaða …
Sjálfsmyndaæðið er í algleymingi þessi misserin og nota margir svokallaða löngustöng til að ná enn betri myndum. Meðfylgjandi ljósmynd er af ferðamönnum í Róm og eru þeir alsaklausir af verknaðinum í Cremona. AFP

Tveir ferðamenn sem voru staddir í ítölsku borginni Cremona komu sér í mikil vandræði þegar þeir brutu hluta af ómetanlegu listaverki þegar þeir voru að reyna að taka sjálfsmynd. 

Ferðamennirnir töldu að það væri þjóðráð að klifra upp á rúmlega 300 ára gamla höggmynd sl. föstudagskvöld í þeim tilgangi að taka sjálfu. Við það brotnaði hluti af marmarakrúnu sem prýðir listaverkið. 

Ítalska dagblaðið Corriere della Sera greindi frá þessu. 

Fram kemur, að ítalska lögreglan hefði á sunnudag komist að því hverjir væru sökudólgarnir í málinu. Í gær fóru tæknimenn á vettvang til að meta skemmdir á listaverkinu sem var fullklárað árið 1700.

Styttan, sem er sögð vera tákn borgarinnar, er tveimur Herkúlesum, en þjóðsagnarhetjan er sögð hafa stofnað borgina. 

<blockquote class="twitter-tweet">

Salgono sulla statua per un selfie Distrutto simbolo Cremona Foto <a href="http://t.co/JzyR3GOxsl">http://t.co/JzyR3GOxsl</a> <a href="http://t.co/Ehzf2gtpne">pic.twitter.com/Ehzf2gtpne</a>

— Corriere della Sera (@Corriereit) <a href="https://twitter.com/Corriereit/status/594477386953003009">May 2, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert