Tveir ferðamenn sem voru staddir í ítölsku borginni Cremona komu sér í mikil vandræði þegar þeir brutu hluta af ómetanlegu listaverki þegar þeir voru að reyna að taka sjálfsmynd.
Ferðamennirnir töldu að það væri þjóðráð að klifra upp á rúmlega 300 ára gamla höggmynd sl. föstudagskvöld í þeim tilgangi að taka sjálfu. Við það brotnaði hluti af marmarakrúnu sem prýðir listaverkið.
Ítalska dagblaðið Corriere della Sera greindi frá þessu.
Fram kemur, að ítalska lögreglan hefði á sunnudag komist að því hverjir væru sökudólgarnir í málinu. Í gær fóru tæknimenn á vettvang til að meta skemmdir á listaverkinu sem var fullklárað árið 1700.
Styttan, sem er sögð vera tákn borgarinnar, er tveimur Herkúlesum, en þjóðsagnarhetjan er sögð hafa stofnað borgina.
Salgono sulla statua per un selfie Distrutto simbolo Cremona Foto <a href="http://t.co/JzyR3GOxsl">http://t.co/JzyR3GOxsl</a> <a href="http://t.co/Ehzf2gtpne">pic.twitter.com/Ehzf2gtpne</a>