Geta „sjálfu“ sér um kennt

Sjálfsmyndaæðið er í algleymingi þessi misserin og nota margir svokallaða …
Sjálfsmyndaæðið er í algleymingi þessi misserin og nota margir svokallaða löngustöng til að ná enn betri myndum. Meðfylgjandi ljósmynd er af ferðamönnum í Róm og eru þeir alsaklausir af verknaðinum í Cremona. AFP

Tveir ferðamenn sem voru stadd­ir í ít­ölsku borg­inni Cremona komu sér í mik­il vand­ræði þegar þeir brutu hluta af ómet­an­legu lista­verki þegar þeir voru að reyna að taka sjálfs­mynd. 

Ferðamenn­irn­ir töldu að það væri þjóðráð að klifra upp á rúm­lega 300 ára gamla högg­mynd sl. föstu­dags­kvöld í þeim til­gangi að taka sjálfu. Við það brotnaði hluti af marm­ara­krúnu sem prýðir lista­verkið. 

Ítalska dag­blaðið Corri­ere della Sera greindi frá þessu. 

Fram kem­ur, að ít­alska lög­regl­an hefði á sunnu­dag kom­ist að því hverj­ir væru söku­dólgarn­ir í mál­inu. Í gær fóru tækni­menn á vett­vang til að meta skemmd­ir á lista­verk­inu sem var full­klárað árið 1700.

Stytt­an, sem er sögð vera tákn borg­ar­inn­ar, er tveim­ur Herkúles­um, en þjóðsagn­ar­hetj­an er sögð hafa stofnað borg­ina. 

Sal­gono sulla statua per un selfie Distrutto sim­bolo Cremona Foto <a href="http://​t.co/​JzyR3GOxsl">http://​t.co/​JzyR3GOxsl</​a> <a href="http://​t.co/​Ehzf2gt­p­ne">pic.twitter.com/​Ehzf2gt­p­ne</​a>

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert