Ólýsanleg grimmd

Frá Aleppo
Frá Aleppo AFP

Íbúar í Aleppo, næst stærstu borg Sýrlands, búa við ólýsanlega grimmd, segir í nýrri skýrslu frá Amnesty International. Þar eru framdir stríðsglæpir á hverjum degi af hálfu stjórnarhersins og margra skæruliðahreyfinga. Herinn hefur hert baráttuna í borginni og hefur bókstaflega rignt sprengjum yfir íbúana þar undanfarnar vikur, segir í frétt BBC.

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, hefur ítrekað neitað því að tunnusprengjur (barrel boms) hafi verið notaðar af stjórnarhernum en að minnsta kosti tíu manns, þar á meðal fjögur börn og kennari þeirra, voru drepin á sunnudag þegar tunnusprengja hæfði skóla þeirra í Seif al-Dawla hverfinu.

Sýrlenski blaðamaðurinn Zaina Erhaim sagði í viðtali við BBC í gær að hún hefði heyrt óp barnanna og björgunarfólk reyna að bjarga fórnarlömbum út úr rústunum.

Í skýrslu Amnesty kemur fram að á tímabilinu janúar 2014 til mars 2015 hafi herþotur ítrekað varpað tunnusprengjum, það eru tunnur undir olíu, bensíntanka, eða gasstrokka fyllta af eldfimu efni og járnflísum, á Aleppo.

Meðal skotmarka eru fjórtán markaðir, 12 samgöngumiðstöðvar, 23 moskur, 17 sjúkrahús og heilsugæslustöðvar og þrír skólar.

„Ég sá höfuðlaus börn, líkamsparta út um allt. Þetta var eins og ég hafði ímyndað mér að helvíti væri,“ segir verkamaður sem lýsir aðkomunni eftir slíka árás í al-Fardous hverfinu árið 2014.

Flest fórnarlambanna í árásunum átta sem Amnesty rannsakaði voru almennir borgarar. Alls hafa 3.124 almennir borgarar fallið og 35 uppreisnarmenn í Aleppo á tímabilinu.

Frá Aleppo
Frá Aleppo AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert