Skref í átt að lokasamningi

00:00
00:00

Fjár­málaráðherra Grikk­lands, Yan­is Varoufa­k­is, reikn­ar ekki með því að samn­ing­ar ná­ist við alþjóðlega lán­ar­drottna lands­ins á fundi sem fyr­ir­hugaður er 11. maí í Brus­sel. Hins veg­ar yrði fund­ur­inn skref í átt­ina að end­an­leg­um samn­ingi.

Stíf funda­höld hafa átt sér stað und­an­farn­ar vik­ur og mánuði þar sem alþjóðleg­ir lán­ar­drottn­ar Grikkja, Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn, hafa reynt að ná sam­komu­lagi við grísk stjórn­völd um skulda­stöðu Grikk­lands.

Til þessa hef­ur ekki tek­ist að landa var­an­legu sam­komu­lagi í þeim efn­um. Skamm­ur tími er til stefnu en stór­ir gjald­dag­ar eru framund­an fyr­ir rík­is­sjóð lands­ins. Tak­ist Grikkj­um ekki að standa skil á þeim greiðslum gæti það leitt til þess að Grikk­land lendi í greiðsluþroti. Í fram­hald­inu gæti landið þurft að yf­ir­gefa evru­svæðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert