Skref í átt að lokasamningi

Fjármálaráðherra Grikklands, Yanis Varoufakis, reiknar ekki með því að samningar náist við alþjóðlega lánardrottna landsins á fundi sem fyrirhugaður er 11. maí í Brussel. Hins vegar yrði fundurinn skref í áttina að endanlegum samningi.

Stíf fundahöld hafa átt sér stað undanfarnar vikur og mánuði þar sem alþjóðlegir lánardrottnar Grikkja, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, hafa reynt að ná samkomulagi við grísk stjórnvöld um skuldastöðu Grikklands.

Til þessa hefur ekki tekist að landa varanlegu samkomulagi í þeim efnum. Skammur tími er til stefnu en stórir gjalddagar eru framundan fyrir ríkissjóð landsins. Takist Grikkjum ekki að standa skil á þeim greiðslum gæti það leitt til þess að Grikkland lendi í greiðsluþroti. Í framhaldinu gæti landið þurft að yfirgefa evrusvæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert