Cameron leggur upp skákina

Forsætisráðherrann ávarpar þjóðina fyrir utan Downing-stræti í gær.
Forsætisráðherrann ávarpar þjóðina fyrir utan Downing-stræti í gær. AFP

Þau eru ófá verk­efn­in sem bíða Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar á fimmtu­dag, en um helg­ina hyggst hann ein­beita sér að því að manna nýja rík­is­stjórn. Ca­meron hef­ur þegar til­kynnt að Th­eresa May, Phil­ip Hammond og Michael Fallon halda embætt­um sín­um í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu, ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og varn­ar­málaráðuneyt­inu, og þá verður Geor­ge Os­borne áfram fjár­málaráðherra.

Os­borne hef­ur einnig verið út­nefnd­ur „first secret­ary of state“, sem er nokk­urs kon­ar heiður­tit­ill æðsta ráðherra og nán­asta sam­starfs­manns for­sæt­is­ráðherra. William Hague bar titil­inn í síðustu rík­is­stjórn.

Þar sem Íhalds­flokk­ur­inn vann hrein­an meiri­hluta sæta í kosn­ing­un­um, ligg­ur fyr­ir Ca­meron að skipa í þau embætti sem féllu í hlut Frjáls­lyndra demó­krata eft­ir kosn­ing­arn­ar 2010. Þeirra á meðal eru embætti ráðherra viðskipta- og orku­mála.

Þá þarf hann að taka ákvörðun um hlut­verk Bor­is John­son, en hann á enn eft­ir eitt ár í sæti borg­ar­stjóra Lund­úna.

BBC hef­ur tekið sam­an þróun mála í kjöl­far kosn­ing­anna, en þar kem­ur m.a. fram að met­fjöldi kvenna og full­trúa þjóðlegra minni­hluta­hópa mun taka sæti á nýju þingi; 191 og 42.

Þá hafa Chuka Um­unna, Andy Burn­ham og Yvete Cooper verið nefnd sem mögu­leg­ir arf­tak­ar Ed Mili­band, og Tim Farron og Norm­an Lamb sem mögu­leg­ir eft­ir­menn Nick Clegg. Nig­el Fara­ge, frá­far­andi leiðtogi Ukip, hef­ur mælst til þess að Suz­anne Evans taki við flokkn­um þegar hann læt­ur af embætti.

Eitt af stóru mál­un­um sem bíður Dav­id Ca­meron eru viðræður við Evr­ópu­sam­bandið um hag­stæðari aðild­ar­skil­mála til handa Bret­um. Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, hef­ur sagt að hann muni eiga upp­byggi­legt sam­starf við nýja rík­is­stjórn.

Sagt hef­ur frá því að Nicola Stur­geon, leiðtogi Skoska þjóðarflokks­ins, muni funda með 56 þing­mönn­um flokks­ins í Ed­in­burgh. Gert er ráð fyr­ir að flokk­ur­inn muni fara fram á auk­in völd fyr­ir skoska þingið, en Ca­meron ít­rekaði í gær að hann myndi upp­fylla öll þau lof­orð sem gef­in voru í aðdrag­anda þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar um aðskilnað Skot­lands frá Bretlandi.

Úrslit kosninganna voru gríðarleg vonbrigði fyrir Ed Miliband, leiðtoga Verkamannaflokksins, …
Úrslit kosn­ing­anna voru gríðarleg von­brigði fyr­ir Ed Mili­band, leiðtoga Verka­manna­flokks­ins, og Nick Clegg, leiðtoga Frjáls­lyndra demó­krata, en síðar­nefndi flokk­ur­inn var allt að því þurrkaður út. AFP
Cameron snýr aftur er höfuð fjúka.
Ca­meron snýr aft­ur er höfuð fjúka. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka