Hefði sjálfur ráðist inn í Írak

Jeb Bush, líklegur forsetaframbjóðandi.
Jeb Bush, líklegur forsetaframbjóðandi. AFP

Jeb Bush sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox að hann hefði heimilað umdeilda innrás í Írak 2003, en viðurkenndi jafnframt að mistök hefðu verið gerð eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli.

Jeb, sonur og bróðir tveggja fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosningarnar 2016. Í viðtalinu, sem fer í loftið á morgun, minnir hann einnig á að Hillary Clinton, eitt forsetaefna demókrata, hefði verið fylgjandi beitingu afls í Írak, í aðdraganda innrásarinnar.

„Ég hefði [heimilað innrás] og það hefði Hillary Clinton líka gert, bara til að rifja það upp fyrir alla,“ sagði hann. „Og það hefðu næstum allir sem höfðu upplýsingarnar sem lágu fyrir gert.“

Bush gagnrýndi utanríkisstefnu Bandaríkjanna á tímum innrásarinnar og sagði að öryggi hefðu átt að vera í fyrirrúmi. Hann neitaði þó að málið hefði verið bitbein milli hans og bróður hans, George W. Bush, sem fyrirskipaði innrásina.

Innflytjendamál voru einnig meðal umræðuefna í viðtalinu, en eiginkona Bush á rætur sínar að rekja til Mexíkó.

„Það hlýtur að koma að því að við bætum kerfið þannig að löglegur aðflutningur verður auðveldari en ólöglegur aðflutningur,“ segir Bush, sem verður að vinna hylli rómanskra kjósenda ef hann á að eiga möguleika á forsetastólnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert