Það styttist óðum í Eurovision og nú, tólf dögum fyrir aðalkeppnina, er sviðið í Vínarborg í Austurríki tilbúið.
Á sviðinu er að finna svokallað auga sem nær yfir allt sviðið. Það er 43 metrar á breidd og 14 metrar á hæð og er dýpt þess 22 metrar. Á auganu er fjöldi LED pera sem og í gólfi sviðsins.
Fyrstu æfingarnar fara fram í dag og stíga átta lönd á svið. Um er að ræða Moldovíu, Armeníu, Belgíu, Holland, Finnland, Grikkland, Eistland og Makedóníu.
Florian Wieder, Matthias Kublik, Al Gurdon og Kurt Pongratz hönnuðu sviðið að þessu sinni.