Rúmlega 50 lögreglumenn drepnir

AFP

Fimmtíu og einn bandarískur lögreglumaður drepinn við skyldustörf á síðasta ári sem er 89% fleiri en árið á undan samkvæmt upplýsingum sem bandaríska alríkislögreglan FBI birti í dag.

Fram kemur í frétt AFP að 46 þeirra hafi fallið fyrir skotvopni samanborið við 27 árið 2013. Fjórir hafi látist þegar ekið hafi verið á þá og einn í handalögmálum.

Þrátt fyrir mikla aukningu á milli ára er fjöldinn 2014 lægra en meðaltalið frá árinu 1980 þegar FBI hóf að taka saman slíkar tölur. Á árunum 1980-2014 var meðaltalið 64 á ári.

Þá létust 44 bandarískir lögreglumenn af slysförum á síðasta ári samanborið við 49 árið 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert