Var á tvöföldum leyfilegum hraða

Stjórnandi farþegalestarinnar, sem fór út af sporinu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi, var á tvöföldum leyfilegum hraða áður en slysið varð. Þetta er á meðal upplýsinga í svonefndum svarta kassa sem fannst í flaki lestarinnar. 

Fram kemur í frétt AFP að stjórnandinn hafi reynt að beita neyðarhemlum skömmu áður en farþegalestin fór út af sporinu en án árangurs. Það hafi aðeins hægt lítillega á henni. Lestin var á leið frá Washington til New York. Sjö hið minnsta létu lífið í slysinu og 200 slösuðust.

Rannsókn slyssins heldur áfram.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert