Björn gróf konu lifandi

Birnir geta verið hættulegir þegar þeir eru svangir.
Birnir geta verið hættulegir þegar þeir eru svangir. Wikipedia

Björn réðst á konu í Rússlandi og gróf hana lif­andi. Kon­an var úti að ganga með hund­inn sinn er árás­in átti sér stað, seg­ir í rúss­nesk­um fjöl­miðlum um málið.

Na­ta­lya Pasternak var að safna sprek­um í skógi í Amur í Síberíu er hund­ur­inn henn­ar fór að gelta. Björn var mætt­ur á svæðið og réðst hann fyrst á hund­inn en svo á kon­una. Kon­an hlaut al­var­lega áverka m.a. í kviðar­hol á fæt­ur og á höfuð.

Svo virðist sem björn­inn hafi ætlað að gæða sér á bráð sinni seinna því hann gróf kon­una niður í skóg­ar­botn­inn. Kon­an var sem bet­ur fer ekki ein á ferð og hljóp vin­ur henn­ar til að sækja hjálp.

Lög­regl­an kom á vett­vang og skaut björn­inn. Að því búnu fann hún kon­una grafna í jörðina.

„Eruð þið bún­ir að drepa björn­inn?“ var það fyrsta sem kon­an spurði lög­regl­una að, seg­ir í frétt Si­ber­i­an Times um málið. Kon­an var flutt á gjör­gæslu. Ástand henn­ar er sagt al­var­legt en stöðugt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert