Tákn um Sovétríkin bönnuð

AFP

For­seti Úkraínu, Petró Porosj­en­kó, staðfesti í dag lög sem banna tákn í land­inu sem tengj­ast Sov­ét­ríkj­un­um og þeim tíma þegar komm­ún­ist­ar réðu ríkj­um þar. Laga­setn­ing­unni hef­ur verið harðlega mót­mælt af stjórn­völd­um í Rússlandi á þeim for­send­um að henni sé beint gegn Rúss­um. Lög­in hafa einnig verið gagn­rýnd harðlega af aðskilnaðar­sinn­um í aust­ur­hluta lands­ins sem hlynnt­ir eru Rúss­um. Úkraínska þingið samþykkti lög­in í síðasta mánuði.

Fram kem­ur í frétt AFP að lög­in banni merki tengd Sov­ét­ríkj­un­um, for­dæmi stjórn komm­ún­ista, opni skjala­söfn sov­ésku leyniþjón­ust­unn­ar í land­inu og viður­kenni op­in­ber­lega hlut­verk þjóðern­is­sinnaðra hópa sem börðust fyr­ir sjálf­stæði Úkraínu um miðja síðustu öld. Sam­kvæmt lög­un­um eru til að mynda sov­ésk­ir fán­ar bannaðir og stytt­ur af Vla­dimír Lenín, helsta stofn­anda Sov­ét­ríkj­anna, verða brotn­ar niður. Þá verða torg í bæj­um og borg­um end­ur­skírð. Þá banna lög­in einnig nas­ista­áróður. Viður­lög við brot­um gegn lög­un­um eru 5-10 ára fang­elsi.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert