Bandarískum forritara var í síðasta mánuði meinaður aðgangur að flugi þegar hann ætlaði að ferðast frá Chicago til New York eftir að hafa tjáð sig opinberlega um galla í öryggiskerfi flugvélarinnar. Sagði hann að honum hafi tekist að breyta flugleið vélar sem hann sat í, með því að hakka sig inn í flugtölvuna.
Þetta kemur fram skýrslu FBI um málið. Maðurinn var færður í yfirheyrslur hjá alríkislögreglunni og útskýrði hann þar fyrir þeim hvernig honum, sem farþegi í flugvél, tókst að breyta flugleið vélarinnar í stutta stund eftir að hann komst inn í flugtölvuna í gegnum afþreyingarkerfi vélarinnar. Sagði hann einnig að honum hafi tekist að auka aflið í einum hreyflinum, sem varð til þess að vélin breytti um stefnu.
Áður en hann fór um borð í vélina frá Chicago sagði hann á Twitter að hann ætlaði aftur að breyta flugleið vélar og varð það til þess að lögreglan meinaði manninum að fljúga og handtók hann.
Sjá frétt Wired.com