Tölvuþrjótur breytti flugleið vélar

Vélin sem manninum var meinaður aðgangur að var frá flugfélaginu …
Vélin sem manninum var meinaður aðgangur að var frá flugfélaginu United Airlines. AFP

Bandarískum forritara var í síðasta mánuði meinaður aðgangur að flugi þegar hann ætlaði að ferðast frá Chicago til New York eftir að hafa tjáð sig opinberlega um galla í öryggiskerfi flugvélarinnar. Sagði hann að honum hafi tekist að breyta flugleið vélar sem hann sat í, með því að hakka sig inn í flugtölvuna.

Þetta kemur fram skýrslu FBI um málið. Maðurinn var færður í yfirheyrslur hjá alríkislögreglunni og útskýrði hann þar fyrir þeim hvernig honum, sem farþegi í flugvél, tókst að breyta flugleið vélarinnar í stutta stund eftir að hann komst inn í flugtölvuna í gegnum afþreyingarkerfi vélarinnar. Sagði hann einnig að honum hafi tekist að auka aflið í einum hreyflinum, sem varð til þess að vélin breytti um stefnu. 

Áður en hann fór um borð í vélina frá Chicago sagði hann á Twitter að hann ætlaði aftur að breyta flugleið vélar og varð það til þess að lögreglan meinaði manninum að fljúga og handtók hann.

Sjá frétt Wired.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert