Dean Potter, einn helsti ofurhugi Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað, lést við áhættuatriði í Kaliforníu í gær. Potter var 43 ára.
Potter lést þegar hann stökk af 2.286 metra háum höfða, Taft Point, í Yosemite þjóðgarðinum. Félagi hans, Graham Hunt, lést einnig en þeir voru að reyna að stökkva af miklum hraða, samkvæmt fyrstu fréttum af slysinu. Lík þeirra fundust fljótlega eftir að samband við þá rofnaði, segir í frétt BBC. Hvorugur þeirra hafði opnað fallhlíf sína.
Þeir Potter og Hunt voru í svo kölluðu Base Jump Wingsuit stökki sem af mörgum er talin vera hættulegasta íþrótt heims. Þeir sem stunda Base Jump stökkva fram af háum stöðum, klettum eða byggingum.
Potter var gríðarlega þekktur klettaklifrari en hann var fyrstur allra til þess að klifra þrjá helstu klettaveggina í Yosmite þjóðgarðinum á einum degi.
Hann var einnig þekktur fyrir að fara yfir þekkt skörð og gljúfur á örmjórri línu, fallhlífastökk og fleira sem flestir láta eiga sig. Samkvæmt BBC var hundur hans oft með í för þegar hann var í fallhlífastökki.
<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/iqEkFBNiP3c" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div> <iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/AGWiZLy0YuI" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>