Jíhadistar á atvinnuleysisbótum

Fjöldi Evrópabúa hefur haldið til Sýrlands til að taka þátt …
Fjöldi Evrópabúa hefur haldið til Sýrlands til að taka þátt í átökunum þar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. AFP

Danska ríkið hefur haldið uppi 32 Dönum með atvinnuleysisbótum á sama tíma og þeir hafa barist í Sýrlandi samkvæmt upplýsingum dönsku leyniþjónustunnar. Alls hafa dönsku jíhadistarnir þegið tæpar átta milljónir íslenskra króna í bætur á meðan þeir hafa verið í Sýrlandi.

Í gögnum frá atvinnumálaráðuneytinu sem útvarpsstöðin Radio24syv komst yfir kemur fram að leyniþjónustan hafi upplýst vinnumálastofnun landsins um 32 einstaklinga sem hafa þegið bætur með þessum hætti. Aðeins hafi verið tilkynnt um bótasvik í tilfelli eins þeirra.

Frétt The Local af málinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert