Drógu sér fé ætlað krabbameinssjúkum

AFP

Fjög­ur góðgerðarfé­lög eru sökuð um að hafa nýtt 187 millj­ón­ir Banda­ríkja­doll­ara, sem hefðu með réttu átt að renna til aðstoðar krabba­meins­sjúk­um, til að greiða fyr­ir him­in­há laun, lúx­us­ferðir og ýms­ar vör­ur fyr­ir starfs­fólk stofn­an­anna.

Yf­ir­völd í öll­um 50 ríkj­um Banda­ríkj­anna auk al­rík­is­ráðs viðskipta­mála (FTC) hafa kært stofn­an­irn­ar fyr­ir að vera „gervi­góðgerðarfé­lög“ og lauma meiri­hluta styrkja í vasa stjórn­enda, fjöl­skyldna þeirra og vina.

„Þetta er ein stærsta aðgerð sem gerð hef­ur verið til þessa dags gegn góðgerðars­vindli,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá al­rík­is­ráðinu.

Fé­lög­un­um er öll­um stjórnað af hópi sem teng­ist fjöl­skyldu­bönd­um og nán­um vin­um þeirra. Hóp­ur­inn hélt því fram að það fjár­magn sem hann safnaði rynni til lyfja­kaupa fyr­ir krabba­meins­sjúka og í lækn­is­kostnað. Í stað þess mökuðu stjórn­end­urn­ir krók­inn með svindl­inu sem hófst árið 1987. Mun fram­lög­um al­menn­ings og fyr­ir­tækja meðal ann­ars hafa verið eytt í bíla­kaup, ferðalög, snekkju­sigl­ing­ar, skóla­gjöld, lík­ams­rækt, íþróttaviðburði, tón­leika og jafn­vel í áskrift að stefnu­mót­asíðum.

Fólk sem starfaði við að safna fé fyr­ir fé­lög­in fékk oft allt upp í 85% af hverju því fram­lagi sem safnaðist.

Aðeins 3% þess fjár­magns sem safnaðist rataði raun­veru­lega til krabba­meins­sjúkra.

Fé­lög­in heita The Cancer Fund of America (CFA), Cancer Supp­ort Services (CSS), The Children's Cancer Fund of America (CC­FOA) og The Bre­ast Cancer Society (BCS).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka