Þrjátíu og tveir danskir ríkisborgarar hafa þegið 378 þúsund danskar krónur (um 7,5 milljón íslenskra króna) í atvinnuleysisbætur á meðan þeir hafa barist í Sýrlandi fyrir íslömsk hryðjuverkasamtök.
Þetta kemur fram í dönskum fjölmiðlum en fréttir þeirra eru byggðar á skjali frá atvinnuvegaráðuneyti Danmerkur þar sem vitnað er í upplýsingar frá dönsku leyniþjónustunni PET.
Meðal annars er fjallað um málið á fréttavefnum Thelocal.dk og haft eftir Peter Skaarup, þingmanni Danska þjóðarflokksins, að dönsk stjórnvöld hafi sýnt af sér mikið kæruleysi varðandi íslamska hryðjuverkamenn.