Kjörsóknin góð á Írlandi

Talið er að kjörsókn sé býsna góð í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer á Írlandi í dag um hvort heimila eigi hjónabönd samkynhneigðra.

Að sögn þarlendra fjölmiðla hefur kjörsókn á fjölmörgum kjörstöðum verið mun meiri en venjan er í þjóðaratkvæðagreiðslum og er meira að segja talið að kjörsóknin verði sums staðar yfir sextíu prósentum.

Kjörstöðum lokar í kvöld en ekki er gert ráð fyrir að niðurstöðurnar liggi fyrir fyrr en á morgun, laugardag.

Skoðanakannanir benda til þess að tillagan um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt. Gangi það eftir verður Írland fyrsta landið sem samþykkir hjónabönd para af sama kyni í þjóðaratkvæðagreiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert