Kjörsóknin góð á Írlandi

00:00
00:00

Talið er að kjör­sókn sé býsna góð í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni sem fram fer á Írlandi í dag um hvort heim­ila eigi hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra.

Að sögn þarlendra fjöl­miðla hef­ur kjör­sókn á fjöl­mörg­um kjör­stöðum verið mun meiri en venj­an er í þjóðar­at­kvæðagreiðslum og er meira að segja talið að kjör­sókn­in verði sums staðar yfir sex­tíu pró­sent­um.

Kjör­stöðum lok­ar í kvöld en ekki er gert ráð fyr­ir að niður­stöðurn­ar liggi fyr­ir fyrr en á morg­un, laug­ar­dag.

Skoðanakann­an­ir benda til þess að til­lag­an um að leyfa hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra verði samþykkt. Gangi það eft­ir verður Írland fyrsta landið sem samþykk­ir hjóna­bönd para af sama kyni í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert