Banna fólki að hylja andlit sitt

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. AFP

Hollenska ríkisstjórnin samþykkti í vikunni bann við því að hylja andlit sitt á mörgum opinberum stöðum í landinu. Samkvæmt banninu er nú óheimilt að hylja andlit sitt að öllu leyti eða hluta í byggingum á vegum hins opinbera, þar á meðal almenningskólum, sem og í strætisvögnum.

Allt að sextíu þúsund króna sekt liggur við broti af þessu tagi.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að bannið tengist ekki trúarbrögðum með neinum hætti, að því er segir í frétt AFP. Hann bendir meðal annars á að fólk megi klæða sig eins og það vill, þar á meðal hylja andlit sitt, á götum úti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert