Kosið á Spáni í dag

AFP

Sveitar- og héraðsstjórnarkosningar fara fram á Spáni í dag. Kjörstaðir voru opnaðir í morgun en kosið er til allra sveitarstjórna í landinu, um átta þúsund talsins, sem og til þings í þrettán af sautján héruðum landsins.

Í frétt AFP segir að úrslitin í kosningunum geti gefið góða vísbendingu um niðurstöðurnar í þingkosningunum sem fara fram síðar á árinu.

Spænska blaðið El Pais, sem er heldur til vinstri á hinu pólitíska litrófi, sagði að kosningarnar í dag væru val á milli „gömlu og nýju pólitíkurinnar“. Íhaldssama blaðið ABC benti á að samkvæmt skoðanakönnunum væru enn fjölmargir Spánverjar óákveðnir, eða um 30%.

Kannanir hafa gefið til kynna að nýju flokkarnir á Spáni, þá sér í lagi Ciudadanos og Podemos, muni ná góðum árangri í kosningunum og taki eitthvert fylgi af stóru flokkunum, Lýðflokknum og Sósíalistaflokknum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert