Kosið á Spáni í dag

AFP

Sveit­ar- og héraðsstjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram á Spáni í dag. Kjörstaðir voru opnaðir í morg­un en kosið er til allra sveit­ar­stjórna í land­inu, um átta þúsund tals­ins, sem og til þings í þrett­án af sautján héruðum lands­ins.

Í frétt AFP seg­ir að úr­slit­in í kosn­ing­un­um geti gefið góða vís­bend­ingu um niður­stöðurn­ar í þing­kosn­ing­un­um sem fara fram síðar á ár­inu.

Spænska blaðið El Pais, sem er held­ur til vinstri á hinu póli­tíska lit­rófi, sagði að kosn­ing­arn­ar í dag væru val á milli „gömlu og nýju póli­tík­ur­inn­ar“. Íhalds­sama blaðið ABC benti á að sam­kvæmt skoðana­könn­un­um væru enn fjöl­marg­ir Spán­verj­ar óákveðnir, eða um 30%.

Kann­an­ir hafa gefið til kynna að nýju flokk­arn­ir á Spáni, þá sér í lagi Ciu­da­danos og Podemos, muni ná góðum ár­angri í kosn­ing­un­um og taki eitt­hvert fylgi af stóru flokk­un­um, Lýðflokkn­um og Sósí­al­ista­flokkn­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert