„Bandaríkjamenn vilja ábyrgjast frið í Evrópu“

Jens Stoltenberg og Barack Omaba á blaðamannafundi í Hvíta húsinu …
Jens Stoltenberg og Barack Omaba á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. AFP

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), hitti í dag Barack Obama, Bandaríkjaforseta. Obama segir Bandaríkjamenn áfram vilja ábyrgjast frið í Evrópu.

„Bandaríkjamenn vilja að það komi skýrt fram að við viljum áfram ábyrgjast frið í Evrópu. Ekki aðeins í ræðum heldur með aðgerðum,“ sagði Obama við fjölmiðlamenn að fundi þeirra loknum.

Með þeim á fundi voru þau Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, Susan Rice, öryggisráðgjafi, og Ashton Carter, varnarmálaráðherra.

Stoltenberg var spurður að því hvernig honum fyndist Obama koma fram gagnvart NATO. „Hann er góður liðsfélagi NATO. Hann fór til Evrópu í fyrra og kynnti sjálfur áætlun Evrópuríkjanna um aukna þátttöku Bandaríkjamanna í Evrópu. Því fylgja fjárframlög upp á milljarð dollara frá Bandaríkjunum. Það leiðir til þess að Bandaríkjamenn geta tekið aukinn þátt í hernaðaræfingum og lofthelgigæslu, og það er stefnan áfram,“ svaraði Stoltenberg.

Hann benti einnig á að það aðstoð Bandaríkjamanna er ekki aðeins mikilvæg fyrir Evrópu heldur líka fyrir Bandaríkjamenn sjálfa. „Trúverðugleiki NATO verður að vera mikill og fólk verður að trúa því að við getum tekist á við hvaða ógn sem er.“ 

Sjá frétt Verdens gang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert