Sannur Finni utanríkisráðherra

Leiðtogar nýrrar ríkisstjórnar Finnlands: Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna (t.v.), …
Leiðtogar nýrrar ríkisstjórnar Finnlands: Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna (t.v.), Juha Sipilä, formaður Miðflokksins (f.m.) og Alexander Stubb, formaður Sameiningarflokksins (t.h.). AFP

Timo So­ini, formaður Sannra Finna, hef­ur verið skipaður ut­an­rík­is- og Evr­ópu­málaráðherra ný­myndaðrar rík­is­stjórn­ar Finn­lands. Flokk­ur hans hef­ur verið afar and­snú­inn Evr­ópu­sam­band­inu. Aðhald og örvun hag­vaxt­ar eru sögð helstu bar­áttu­mál nýju rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Hægriöfga­flokk­ur­inn Sann­ir Finn­ar eru nú í fyrsta skipti í rík­is­stjórn eft­ir að hann nærri því fimm­faldaði fylgi sitt í þing­kosn­ing­un­um sem fóru fram 17. apríl. Juha Si­pilä, nýr for­sæt­is­ráðherra Finn­lands og formaður Miðflokks­ins, kynnti rík­is­stjórn sína í morg­un en hún er sam­steypu­stjórn þriggja flokka. Auk Miðflokks­ins og Sannra Finna á Sam­ein­ing­ar­flokk­ur­inn aðild að rík­is­stjórn­inni.

Á blaðamanna­fundi í Hels­inki í morg­un ræddu leiðtog­ar flokk­anna rík­is­stjórn­arsátt­mál­ann. Þar kom fram að nýja stjórn­in muni leggja áherslu á að draga úr skuld­um rík­is­ins en einnig að koma hag­vexti aft­ur af stað með op­in­ber­um fram­kvæmd­um, að því er kem­ur fram í frétt finnska rík­is­út­varps­ins YLE.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert