Tvö spillingarmál innan FIFA

(
( AFP

Svissneska lögreglan er við húsleit í höfuðstöðvum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í Zürich og hefur að sögn ríkissaksóknara Sviss lagt hald á ýmiskonar gögn. Sex stjórnendur FIFA voru handteknir á hóteli í sömu borg fyrr í morgun en þeir eru grunaðir um aðild að fjársvikamáli.

Um er að ræða rannsókn af hálfu bandarískra yfirvalda og eru stjórnendur FIFA sakaðir um að hafa þegið tugi milljóna Bandaríkjadala í mútur undanfarna áratugi.

Ljóst er að málið er allt hið versta fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið og ekki síst forseta þess, Sepp Blatter en hann sækist eftir endurkjöri á aðalfundi FIFA í Sviss á föstudag.

Meðal annars er rannsakað hvort peningaþvætti og fjársvik tengist því hvar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin árið 2018 og 2022, það er Rússlandi og Katar.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/oyi8VXGMtd4" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Þessir hafa verið handteknir

Meðal hinna handteknu er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb, samkvæmt frétt New York Times snemma í morgun. En það voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sem fengu lykla að herbergjum mannanna á Baur au Lac hótelinu í Zürich og handtóku þá. Aðgerðin fór mjög friðsamlega fram, samkvæmt fréttum fjölmiðla.

Auk Webbs var einn stjórnarmaður FIFA, Eduardo Li, frá Kosta Ríka handtekinn á hótelinu en Blatter er hins vegar ekki meðal þeirra sem voru handteknir. Fyrrverandi varaforseti FIFA, Jack Warner hefur einnig verið handtekinn, sem og yfirmaður knattspyrnusambands Kosta Ríka, Eduardo Li, en til stóð að hann kæmi inn í framkvæmdastjórn FIFA á föstudag.

Forseti knattspyrnusambands Suður-Ameríku, Eugenio Figueredo frá Úrúgvæ og Brasilíumaðurinn Jose Maria Marin, voru einnig handteknir í Sviss í morgun.

Þegar hafa einhverjir játað sök í málinu, að sögn saksóknara í New York. Þeirra á meðal er Charles Blazer, fyrrverandi formaður knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku, CONCACAF, en hann var áður í framkvæmdastjórn FIFA.

Í tilkynningu frá svissneska dómsmálaráðuneytinu eru mennirnir sex handteknir að beiðni skrifstofu saksóknara í New York. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið mútur og fleiri greiðslur allt frá því snemma á tíunda áratugnum til dagsins í dag.

Samkvæmt tilkynningunni verða tíu til viðbótar yfirheyrðir en þeir tóku þátt í staðarvali á HM á árunum 2018 og 2022. Rannsóknin hófst þann 10. mars og hefur ekki verið minnst á hana opinberlega áður. Meðal annars hefur verið lagt hald á bankaskjöl en talið er að  brotin hafi ekki aðeins verið framin í Bandaríkjunum heldur einnig í Sviss.

Þetta þýðir að ekki er um eina rannsókn að ræða heldur tvær. Önnur tengist áratuga löngu fjársvikamáli en hin mútugreiðslum í tengslum við ákvörðun um að halda HM í knattspyrnu í Rússlandi 2018 og Katar 2022.

Bandarísk yfirvöld ákæra 14 yfirmenn FIFA

Forseti FIFA, Sepp Blatter og framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, eru ekki til rannsóknar varðandi spillingarmál tengdu HM  2018 og 2022, segir talsmaður FIFA, Walter DeGregoria, á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Zürich. Hann segir að engin breyting verði á fyrirkomulagi forsestakjörs sambandsins á föstudaginn.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur gefið út handtökuskipun á hendur níu stjórnarmönnum FIFA og fimm framkvæmdastjórum sambandsins. Þeir eru ákærðir fyrir samsæri og spillingu á 24 ára tímabili.

Tilkynnt var um þetta á sama tíma og húsleit var gerð í höfuðstöðvum CONCACAF í Miami í Flórída. 

Stjórnendur FIFA handteknir

AFP
Jeffrey Webb,
Jeffrey Webb, AFP
Rafael Esquivel forseti knattspyrnusambands Venesúela.
Rafael Esquivel forseti knattspyrnusambands Venesúela. AFP
Jose Maria Marin forseti knattspyrnusambands Brasilíu
Jose Maria Marin forseti knattspyrnusambands Brasilíu AFP
Nicolas Leoz
Nicolas Leoz AFP
Eugenio Figueredo frá Úrúgvæ.
Eugenio Figueredo frá Úrúgvæ. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert