Ættleiddi pilt sem myrti föður sinn

Mæðginin eru afar ánægð með hvort annað.
Mæðginin eru afar ánægð með hvort annað. Skjáskot af CBS

Banda­rísk­ur ung­lings­pilt­ur sem sit­ur í fang­elsi fyr­ir að hafa myrt föður sinn sem hann seg­ir hafa beitt sig of­beldi árum sam­an, hef­ur nú verið ætt­leidd­ur. 

Á miðviku­dag varð Ei­leen Siple form­lega móðir hins 19 ára gamla Robert Rich­ard­son III, en hún hef­ur verið hans helsti stuðnings­maður síðustu þrjú árin.

Rich­ard­son skaut föður sinn til bana fyr­ir rúm­um þrem­ur árum síðan, þegar hann var sex­tán ára gam­all. Hann seg­ir föður sinn hafa verið of­beld­is­full­an, sér­stak­lega eft­ir að líf­fræðileg móðir Rich­ard­sons lést úr krabba­meini þegar hann var tíu ára.

Rich­ard­son var fund­inn sek­ur um mann­dráp eft­ir að hann játaði á síðasta ári og dæmd­ur í 18 ára fang­elsi. 

Siple hef­ur lengi litið á Rich­ard­son sem son sinn, en líf­fræðileg fjöl­skylda hans neit­ar fyr­ir að hann hafi nokkru sinni verið beitt­ur of­beldi af hálfu föður síns. Siple seg­ist þó ekki vera í vafa um það og reyn­ir nú að fá lög­mann til að hjálpa sér að fá sak­fell­ing­una fellda niður. 

Sak­sókn­ar­ar bentu ít­rekað á það að vanda­mál á heim­il­inu hefðu aldrei verið til­kynnt. 

„Ég trúi ekki að nokk­ur kviðdóm­ur í heim­in­um myndi finna hann sek­an,“ sagði Siple. „Hann trúði bara virki­lega að faðir hans myndi drepa hann einn dag­inn.“ Þá sagði hún Rich­ard­son aldrei hafa liðið bet­ur en síðustu þrjú árin því í fyrsta skipti liði hon­um ör­ugg­um.

Rich­ard­son mun taka upp eft­ir­nafn Siple og flytja til henn­ar þegar hann losn­ar úr fang­elsi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert