Vilhjálmur Bretaprins tjáir sig um FIFA

Vilhjálmur Bretaprins.
Vilhjálmur Bretaprins. AFP

Endurkjör Sepp Blatters til forseta alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarna daga, sérstaklega eftir að bandaríska alríkislögreglan handtók fjölda hátt settra embættismanna innan ameríska knattspyrnusambandsins skömmu fyrir kosningarnar.

Nú hefur Vilhjálmur Bretaprins tjáð sig um málið í ræðu sem hann hélt í höfuðstöðvum enska knattspyrnusambandsins fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. 

Hrósaði hann þar enska knattspyrnusambandinu fyrir afstöðu sína gagnvart stjórn FIFA og fyrir að hafa ekki stutt Sepp Blatter í kjörinu í gær.  „Það virðist vera gjá á milli þeirra sem stjórna knattspyrnusambandinu og eru sakaðir um spillingu og þeirra sem spila fótbolta og fylgja reglunum. FIFA stendur nú frammi fyrir því sama og Alþjóða ólympíusambandið (IOC) stóð frammi fyrir árið 2002 þegar ásakanir dundu á sambandinu fyrir Ólympíuleikana í Salt Lake City. FIFA verður, rétt eins og IOC að sýna að það geti sett íþróttina í fyrsta sætið og fylgt reglum,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni.

„Bakhjarlar FIFA, bæði styrktaraðilar og minni knattspyrnusambönd, verða að setja pressi á sambandið til þess að koma breytingum í gegn. Okkur er enginn greiði gerður ef við gerum ekki neitt. Ég hvet ykkur því til að styðja við bakið á David Gill sem sagði sig úr framkvæmdastjórn FIFA og hvet aðra til að gera slíkt hið sama,“ bætti Vilhjálmur við. 

Sjá frétt The Telegraph

Vilhjálmur Bretaprins gagnrýndi Sepp Blatter í ræðu sinni í dag …
Vilhjálmur Bretaprins gagnrýndi Sepp Blatter í ræðu sinni í dag í höfuðstöðvum enska knattspyrnusambandsins, skömmu áður en bikarúrslitaleikurinn fór fram. Hér tekur hann í höndina á þjálfar Aston Villa fyrir leikinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert