Enn er hart barist í borginni Aden í Jemen. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá að stórir hlutar hennar eru rjúkandi rústir.
Átökin eru á milli uppreisnarmanna hútúa annars vegar og sunní-múslíma hins vegar sem styðja stjórnarherinn.
Loftárásir bandamanna, undir forystu Saudi-Araba, hafa gert loftárásir á borgina, nú síðast á laugardag. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir féllu.
Sendinefnd frá Sameinuðu þjóðunum hefur verið í Jemen síðustu daga. Hlutverk hennar er m.a. að reyna að koma á friðarviðræðum, sem búið var að semja um að myndu hefjast í Genf. Ekkert bólar þó á slíku og á meðan hafa bandamenn gert loftárásir á uppreisnarmenn.