KFC kjúklingar ekki áttfættir

KFC er stærsti veitingarekandi Kína
KFC er stærsti veitingarekandi Kína Ljósmynd/Wikipedia

Skyndibitarisinn KFC hefur stefnt þremur kínverskum fyrirtækjum fyrir dómstóla þar í landi fyrir „rógburð“ um staði fyrirtækisins og gæði réttanna. Þannig eru fyrirtækin sökuð um að hafa komið af stað áróðursherferð til að skaða ímynd keðjunnar. Meðal þess sem fram kom í herferðinni var að kjúklingar sem fyrirtækið notar í rétti sína væru með allt að átta leggi og sex vængi.

KFC krefst þess að fá 1,5 milljónir kínverskra júana í bætur frá hverju fyrirtæki, en upphæðin samsvarar um 32 milljónum króna. KFC er stærsti veitingarekandi Kína, en tæplega helmingur tekna fyrirtækisins kemur frá viðskiptum í landinu.

Frétt Huffington Post

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert