Fyrsta barnaveikitilfellið í tæp 30 ár

Foreldrar drengsins eru sagðir hafa neitað að láta bólusetja hann.
Foreldrar drengsins eru sagðir hafa neitað að láta bólusetja hann. Sigurður Jökull

Sex ára gam­all dreng­ur er sá fyrsti sem grein­ist með barna­veiki á Spáni í tæp þrjá­tíu ár. Þrátt fyr­ir að bólu­setn­ing­ar gegn sjúk­dómn­um séu aðgengi­leg­ar völdu for­eldr­ar hans að láta ekki bólu­setja hann. Einn af hverj­um tíu sjúk­ling­um láta lífið vegna fylgi­kvilla af fyrstu ein­kenn­um sjúk­dóms­ins.

Dreng­ur­inn, sem býr í bæn­um Olot í Katalón­íu, er nú til meðferðar í Barcelona. Til­fellið er það fyrsta á Spáni frá ár­inu 1986. Erfitt reynd­ist að finnst mót­efni gegn sjúk­dómn­um vegna þess hversu fátíður hann er eft­ir að bólu­efni kom til sög­unn­ar. Heil­brigðisráðuneyti lands­ins leitaði til Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar og banda­rískra yf­ir­valda áður en skammt­ur af mót­efn­inu fannst í Rússlandi. Rúss­neski sendi­herr­ann á Spáni kom með mót­efnið til lands­ins á mánu­dag, að því er kem­ur fram í frétt Time.

Barna­veiki leggst helst á fólk yfir sex­tugu og börn und­ir fimm ára aldri. Bakt­eríu­sýk­ing­in dreif­ist í lofti og með snert­ingu. Hún get­ur valdið hjartatrufl­un­um, tauga­skemmd­um og al­var­leg­um önd­un­ar­færa­ein­kenn­um.

Í frétt spænska blaðsins El País kem­ur fram að móðir drengs­ins sé sjúkraþjálf­ari sem starfar við hómópata­stofu í Olot. Ástand drengs­ins er sagt vera al­var­legt. Heil­brigðis­yf­ir­völd hafi látið styrkja bólu­setn­ing­ar þeirra sem voru í nánu sam­neyti við dreng­inn og gefið þeim fyr­ir­byggj­andi lyfja­gjöf.

Ru­bén Mor­eno, land­lækn­ir Spán­ar, seg­ir að her­ferðir and­stæðinga bólu­setn­inga séu óá­byrg­ar.

„Af­leiðing­ar þess að bólu­setja ekki barn geta verið al­var­leg­ar. Rétt­ur til bólu­setn­inga er fyr­ir börn­in en ekki fyr­ir for­eldr­ana að velja,“ seg­ir Mor­eno.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert