Lögðu fram „raunhæfar“ tillögur

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Al­ex­is Tsipras, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, ræddi skulda­vanda lands­ins við Jean-Clau­de Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, í Brus­sel í gær.

Fyr­ir fund­inn sagðist Tsipras ætli að leggja fram „raun­hæf­ar“ til­lög­ur til að leysa hina lang­vinnu deilu við lán­ar­drottna um skuld­ir Grikk­lands. Hann kvaðst bjart­sýnn og taldi að leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins myndu íhuga til­lög­urn­ar af al­vöru.

Grikk­ir hafa á und­an­förn­um árum fengið yfir 240 millj­arða evra lán frá Evr­ópu­sam­band­inu og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Á morg­un eiga þeir að borga af þess­um lán­um um 300 millj­ón­ir evra, sem jafn­gild­ir um 44 millj­örðum ís­lenskra króna, og als 1,5 millj­arða evra fyr­ir lok júní­mánaðar.

Á mánu­dags­kvöld áttu leiðtog­ar Þýska­lands og Frakk­lands fund í Berlín, höfuðborg Þýska­lands, með lán­ar­drottn­um Grikkja, Mario Drag­hi, banka­stjóra Evr­ópska seðlabank­ans, og Chrst­ine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Þar náðist ein­ing um lausn sem boðin yrði Grikkj­um, en ekki hef­ur verið upp­lýst hver hún er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert