Svikin af andmælendum bólusetninga

Bólusetning.
Bólusetning. mbl.is/Árni Sæberg

For­eldr­ar spænska drengs­ins sem berst nú fyr­ir lífi sínu vegna barna­veiki eru „eyðilagðir og finn­ast þeir hafa verið svikn­ir“ af þeim sem and­mæla bólu­setn­ing­um, sem sann­fært höfðu for­eldr­ana um að bólu­setja ekki son sinn. Um er að ræða fyrsta til­fellið í tæp 30 ár.

Ant­oni Mateu, lýðheilsuráðherra Katalón­íu sagði á blaðamanna­fundi í dag hafa hitt for­eldr­ana þar sem þau hörmuðu dómgreind­ar­skort sinn. „Þau eru in­dælt par og eru bæði yfir­kom­in af sekt­ar­kennd.“

Sagði hann að eng­ar aðgerðir væru í bíg­erð gagn­vart for­eldr­un­um, hvorki vegna þess að þau bólu­settu ekki dreng­inn né vegna kostnaðar við meðferð hans. For­eldr­arn­ir hafa hingað til notið nafn­leynd­ar.

Hins veg­ar lofaði ráðherr­ann því að fylgja þessu eft­ir með því að ráðast gegn þeim sem and­mæla bólu­setn­ing­um og „breiða út lyg­ar og valda rugl­ingi.“ Yf­ir­völd vinna nú að því að koma í veg fyr­ir frek­ari smit barna­veik­inn­ar með því að bera kennsl á þá sem gætu verið í hættu eft­ir að hafa kom­ist í kynni við barnið.

Frétt mbl.is: Fyrsta barna­veikitil­fellið í tæp 30 ár

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert