Nöktum ferðamönnum kennt um jarðskjálfta

Naktir á toppi fjallsins Mount Kinabalu
Naktir á toppi fjallsins Mount Kinabalu

Hópi ferðamanna í Malasíu hefur verið bannað að yfirgefa landið eftir að þeir sáust naktir á toppi fjallsins Kinabalu. Yfirvöld í Malasíu telja athæfið vanvirðingu við fjallið og jafnvel hafa orsakað jarðskjálfta sem reið yfir fjallið í gær og varð þrettán manns að bana.

Í frétt Digital journal um málið segir að jarðskálftinn hafi gerst viku eftir að ferðamennirnir, tveir Kanadamenn, tveir Hollendingar og einn Þjóðverji, afklæddust til að taka myndir af sér á toppi fjallsins.

Ráðherrann Tan Sri Joseph Pairin Kitingan segir ferðamennina hafa sýnt fjallinu mikla óvirðingu og verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Búið er að bera kennsl á fólkið sem hefur verið meinað að yfirgefa landið. Nicolas Doire talsmaður utanríkisráðuneytis landsins staðfestir þetta við kanadíska miðilinn The star. 

Ættbálkar á svæðinu hafa skipulagt athöfn til að friða anda fjallsins Mount Kinabalu sem þeir telja hafa móðgast við athæfi ferðamannanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert