Barack Obama gagnrýndi einangrunarstefnu Vladimir Pútín undir lok G7 fundarins í Þýskalandi, þar sem leiðtogar G7 ríkjanna gáfu til kynna að þeir væru reiðubúnir til að herða refsiaðgerðir gegn Rússum ef mál í Úkraínu þróuðust til verri vegar.
Obama spurði m.a. að því hvort Pútín hygðist halda því til streitu að reyna að endurvekja áru Sovétríkjanna og gjalda fyrir það með einangrun og miður góðum áhrifum á efnahagslíf landsins. Eða hefði hann skilning á því að mikilfengleiki Rússlands veltur ekki á því að ráðast gegn sjálfræði annarra þjóða? spurði forsetinn.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að á sama tíma og hún vonaði að ástandið í Úkraínu versnaði ekki, væru leiðtogarnir reiðubúnir til að herða á refsiaðgerðum ef svo færi. Obama tók í sama streng og sagði að ef Rússar efldu aðgerðir í Úkraínu yrði gripið til frekari ráðstafana gegn þeim.
Nánar má lesa um málið hjá Guardian.