Lítill hópur aðgerðarsinna frá viðskiptasamtökunum Pame tóku byggingu fjármálaráðuneytisins á Grikklandi yfir í morgun. Hópurinn tók niður fána Evrópusambandsins og settu í hans stað stóran áróðursborða sem á stóð: „Grikkjum hefur blætt nóg, þeir hafa borgað nóg“.
Pame samtökin vilja að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hætti að skipta sér af efnahagsmálum Grikklands . Hópurinn skipulagði mótmæli víða í dag.