Stríðið kostar milljarð dag hvern

CENTCOM hefur yfirumsjón með aðgerðum Bandaríkjahers gegn liðsmönnum ISIS í …
CENTCOM hefur yfirumsjón með aðgerðum Bandaríkjahers gegn liðsmönnum ISIS í Írak og í Sýrlandi. AFP

Bandaríkin eyða meira en níu milljónum bandaríkjadala á hverjum degi, eða sem samsvarar rúmum milljarði íslenskra króna í stríðið gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams.

Þá hefur landið eytt 2,7 milljörðum bandaríkjadala, eða um 358 milljörðum íslenskra króna, í sprengjur í stríðinu við samtökin.

Stærstur hluti upphæðarinnar rennur til bandaríska flughersins en alþjóðleg sveit hefur ráðist á Írland og Sýrland úr lofti frá því í ágúst á þessu ári.

Þetta kemur fram á vef BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert