Gay Pride fagnað í Ísrael

Tugir þúsunda manna tóku í gær þátt í árlegri Gay Pride hátíð í borginni Tel Aviv í Ísrael. Fólkið dansaði á götum úti og veifaði regnbogafánum.

Hátíðin hefur verið haldin í Tel Aviv á ári hverju síðan 1997 og vaxið með hverju árinu. Fólk hvaðanæva úr heiminum kemur til borgarinnar til þess að fagna ástinni og fjölbreytileikanum og einfaldlega eiga góðar stundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert