Jeb Bush, fyrrum ríkisstjóri Flórídafylkis, tilkynnti rétt í þessu framboð sitt til forseta Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC mun repúblikaninn Bush lofa að „lagfæra Bandaríkin“ og „skapa raunhæf tækifæri á ný“ í ræðu í Miami fljótlega.
Bush er bróðir Geroge W. Bush, sem gegndi starfi forseta á árunum 2001 til 2009. Faðir þeirra bræðra, George H. W. Bush var hins vegar forseti frá 1989 til 1993. Talið er að Jeb Bush muni leggja mikla áherslu á góðan ríkisstjóraferil sinn í kosningabaráttunni, en hann gegndi stöðunni í átta ár.